top of page

Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna Arctic Primal ehf. kt. 571022-1250

Í persónuverndarstefnu Glow Up Yoga (Arctic Primal ehf.) er útskýrt hvaða persónuupplýsingum er safnað, í hvaða tilgangi og hvernig er farið með þær upplýsingar. Þessi persónuverndarstefna gildir um persónugögn og persónuupplýsingar iðkenda og annarra viðskiptavina Glow Up Yoga. Gögnin geta verið á öllum sniðum, t.d. rafræn, skrifleg og í töluðu máli.

Persónuupplýsingar eru samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 „upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling“. Þetta geta t.d. verið upplýsingar eins og kennitala, staðsetningargögn, nafn eða annað sem auðkennir einstakling. Glow Up Yoga (Arctic Primal ehf.) er annt um persónuvernd þína og virðir rétt þinn til einkalífs. Við tryggjum það að ávallt sé farið að lögum við vinnslu og öflun persónuupplýsinga og er engum gögnum safnað nema viðkomandi hafi gefið sitt samþykki fyrir því. Sama á við um vinnslu persónuupplýsinga um börn.

Persónuupplýsingar sem Glow Up Yoga safnar

  • Nafni

  • Heimilisfangi

  • Kennitölu

  • Símanúmeri

  • Netfangi

  • Upplýsingum um banka-/greiðslukort

  • Upplýsingum um áskriftarsamninga, námskeið og aðra þjónustu sem keypt er í af Akureyri Yoga (Arctic Primal ehf.)
     

Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar fyrir auðkenningu og öryggi iðkenda og annara viðskiptavina.

Notkun og miðlun upplýsinga

Glow Up Yoga (Arcic Primal ehf.) notar persónuupplýsingar viðskiptavina og iðkenda til þess að þjónusta þá, aðstoða og veita úrlausnir í málum þeirra. Þetta á t.d. við um breytingar og endurnýjanir á áskriftarsamningum. Glow Up Yoga (Arcic Primal ehf.) notar einnig persónuupplýsingar í viðskiptalegum tilgangi, t.d. vegna færslu bókhalds og gerð reikninga. Persónuupplýsingar eru einnig notaðar til að kynna markaðsefni fyrir iðkendum, t.d. í síma- eða með tölvupóstsamskiptum. Iðkendur og viðskiptavinir Glow Up Yoga eiga rétt á því að fá ekki sent markaðsefni og skulu þeir hafa samband við Glow Up Yoga ef þeir óska eftir að fá slíkt efni ekki sent.

Glow Up Yoga miðlar aldrei persónuupplýsingum til þriðja aðila nema með samþykki iðkenda og viðskiptavina sinna. Þeir aðilar sem Glow Up Yoga getur afhent persónuupplýsingar eftir atvikum eru t.d. vinnuveitendur og stéttarfélög sem krefjast staðfestingar á áskriftarsamningi viðkomandi. Slíkar upplýsingar eru veittar í samræmi við samning iðkenda og viðkomandi félags eða vinnuveitenda.

Glow Up Yoga (Arcic Primal ehf.) áskilur sér einnig þann rétt að miðla persónuupplýsingum til þjónustuaðila og verktaka við vinnu ýmissa verkefna. Einungis nauðsynlegar upplýsingar til vinnslu verkefna eru afhentar. Verktakar og aðrir þjónustuaðilar eru skyldugir til að nota aðeins þær upplýsingar sem þeir hafa aðgang að í framangreindum tilgangi. Ef iðkendur og aðrir viðskiptavinir Glow Up Yoga óska eftir persónuupplýsingum um sig verður viðkomandi að sýna persónuskilríki og vera staddur í Glow Up Yoga. Viðkvæmar persónuupplýsingar eru aldrei veittar í gegnum síma eða tölvupóst.

Varðveisla og verndun persónuupplýsinga

Glow Up Yoga leitast við að halda upplýsingum um iðkendur nákvæmum og uppfærðum. Einnig hvetur Glow Up Yoga (Arcic Primal ehf.) iðkendur sína og viðskiptavini til þess að tilkynna um breytingar sem verða á persónuupplýsingum sínum. Persónuupplýsingar sem Akureyri Yoga (Arcic Primal ehf.) safnar eru geymdar í tölvu og bókhaldskerfi fyrirtækisins. Gögn um viðskiptasögu viðskiptavina eru varðveitt í wix tölvukerfi frá Wix og er einnig hýst hjá þar. Allar persónuupplýsingar eru aðeins geymdar eins lengi og þörf krefur.

Mætingar viðskiptavina eru skráðar í appi og eru varðveittar í sama grunni sem er þjónustaður af wix og yfirfært í wix  kerfi Akureyri Yoga (Arcic Primal ehf.). Nauðsynlegt er að geyma persónuupplýsingar iðkenda á meðan þeir eru í viðskiptum við Akureyri Yoga (Arcic Primal ehf.). Upplýsingar eru geymndar eins lengi og nauðsyn krefur.

Aðgangur að persónuupplýsingum er takmarkaður og er ýtrasta öryggi gætt við verndun og geymslu þeirra.

Þinn réttur

Iðkendur og viðskiptavinir Glow Up Yoga (Arcic Primal ehf.) eiga rétt á því að upplýsingar um þá séu leiðréttar ef þess er krafist. Iðkendur eiga einnig rétt á því að andmæla söfnun upplýsinga um þá og geta nýtt sér rétt sinn til að gleymast og fá söfnuðum upplýsingum um sig eytt. Iðkendur og viðskiptavinir eiga einnig rétt á því að fá gögn um sig afhent til skoðunar. Akureyri Yoga (Arcic Primal ehf.) áskilur sér þann rétt að safna ákveðnum upplýsingum sem eru nauðsynlegar til að veita viðskiptavinum sínum þjónustu. Ef óskað er eftir því að persónuupplýsingar séu ekki unnar í markaðslegum tilgangi hefur það ekki áhrif á þá þjónustu sem viðkomandi hefur keypt og á rétt á.

Ef iðkendur og aðrir viðskiptavinir vilja nýta sér þennan rétt sinn skulu þeir óska eftir því sérstaklega við Glow Up Yoga og skulu þeir geta sagt deili á sér, t.d. með framvísun skilríkja. Þessar kröfur eru einungis til að gæta öryggis og hagsmuna viðskiptavina Glow Up Yoga

Annað

Glow Up Yoga (Arcic Primal ehf.) áskilur sér þann rétt að breyta þessari persónuverndarstefnu á hvaða tímapunkti sem er.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þessa persónuverndarstefnu getur þú sent okkur tölvupóst á arcticprimalinfo@gmail.com

bottom of page