
Mjúkt Jóga Námskeið apríl-maí
mjúkar jóga æfingar sem koma jafnvægi á líkamann og hreyfa við orkunni, jóga nidra og vellíðan
Lýsing
6 vikna námskeið á Selfossi hefst mánudaginn 14. apríl Kennt í sal Dansakademíunnar mánudaga og miðvikudaga kl 19:15 12 skipti ANNAN Í PÁSKUM, 21. apríl er enginn tími. Í staðin er síðasti tíminn á mánudeginum 26. maí. Sjá alla tíma skránna með dagsetningum hér fyrir neðan. Þetta námskeið er fyrir alla en hentar mjög vel fyrir fólk með ójafnvægi í stoðkerfi, gigt, ofspennt taugakerfi, stirðleika, bakverki og stífar axlir og mjaðmir. Tímarnir: Við byrjum hægt, tengjumst andardrættinum og lendum í líkamanum. Gerum auðveldar liðkandi æfingar sem koma blóðflæðinu af stað og kveikja á líkamanum. Síðan verður misjafnt eftir tímum hvaða svæði líkamans við tökum fyrir og vinnum með og í kring um það svæði. Við eltumst við að líða vel og losa streytu og spennu úr líkamanum. Dýpri nálgun á jógíska hreyfingu þar sem þú lærir að hreyfa við sogæðavökvanum, losa um bandvef, ýta á triggerpunkta og endurræsa taugakerfið. Við notumst við bolta, jóga bönd, kubba og stóra púða. Búnaður og dýnur eru á staðnum fyrir þig en þú kemur með kodda, teppi og vatnsbrúsa að heiman. Allir tímarnir enda á yoga nidra, leiddri hugleiðslu eða djúpslökun.








Skipti í þjónustu
Afbókunar skilmálar
Fæst ekki endurgreitt samkvæmt bókunarskilmálum Arctic Primal ehf.
Hafa samband
arcticprimalinfo@gmail.com
Austurhólar 4, Selfoss, Iceland